Erlent

Fundu 12 þúsund fornmuni á heimili ellilífeyrisþega

Frá Feneyjum.
Frá Feneyjum. MYND/Getty Images

Lögreglan í Feneyjum á Ítalíu lagði í morgun hald á nærri 12 þúsund fornmuni sem fundust á heimili ellilífeyrisþega þar í borg. Maðurinn hafði í mörg ár stundað ólöglegan fornleifauppgröft víða á Ítalíu. Elstu munirnir sem fundust á heimilinu voru nærri 3.600 ára gamlir.

Meðal þess sem fannst á heimili mannsins var greiða sem talin er vera frá bronsöld. Þá fannst heilmikið af vopnum frá ýmsum tímaskeiðum, skartgripir og leirker. Talið er að verðmæti fornmunanna skipti hundruð milljónum króna.

Svo virðist sem maðurinn hafi í mörg ár stundað ólöglegan fornleifauppgröft víða á Ítalíu og þá sérstaklega á svæðinu í kringum Feyneyjar.

Samkvæmt ítölskum lögum þarf að tilkynna allan fornleifafund til yfirvalda. Þrátt fyrir þessi lög er talið að á hverju ári séu þúsundir fornmuna fluttir frá Ítalíu til annarra landa með ólögmætum hætti. Flestir munanna enda á söfnum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×