Enski boltinn

Real Madrid í viðræðum við Arjen Robben

NordicPhotos/GettyImages

Forseti Real Madrid, Ramon Calderon, hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Chelsea um kaup á hollenska landsliðsmanninum Arjen Robben. Vængmaðurinn knái gekk í raðir Chelsea frá PSV Eindhoven fyrir 12 milljónir punda og sló í gegn, en erfið meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir allar götur síðan.

"Við erum í viðræðum við Chelsea og leikmanninn sjálfan. Þær eru á frumstigi en ég vona að við náum að fá hann til liðs við okkur. Ég lofaði því þegar ég tók við forsetaembættinu að ég myndi fá Robben hingað og ég er enn harður á því að standa við það," sagði Calderon. Robben er 23 ára gamall og hefur hingað til ekki viljað fara frá Chelsea þrátt fyrir staðfestan áhuga liða á borð við Bayern Munchen í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×