Erlent

Blóðug barátta um fíkniefnamarkaðinn í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn telur að nú sé í gangi blóðug barátta um völdin á fíkniefnamarkaðinum í borginni.

Blaðið Jyllands Posten greinir frá þessu í dag og hefur eftir lögreglumönnum að sá mikli fjöldi skotárása sem orðið hafa í borginni á undanförnrum mánuðum sé merki um valdabaráttuna.

Að sögn blaðsins hefur verið tiltölulega rólegt yfir fíkniefnamarkaðinum undanfarin tvö ár en hann veltir tugum milljarða króna á hverju ári.

Per Larsen lögreglustjóri Kaupmannahafnar segir í samtali við blaðíð að engin vafi sé á að glæpagengi berjist nú hart um markaðinn en alls hafa 23 skotárásir tengdar þeirri baráttu orðið það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×