Erlent

Mælst til að Dash 8 vélar verði kyrrsettar

Bombardier Dash 8
Bombardier Dash 8 MYND/Getty

Kanadíski flugvélaframleiðandinn Bombardier, sem framleiðir vélar af gerðinni Dash 8 - 400 hefur beðið um að hluti véla þessarar gerðar verði kyrrsettar. Um er að ræða allar Dash 8 vélar sem eiga meira en tíu þúsund lendingar að baki. Tvær Dash 8 vélar frá SAS hafa nauðlent í vikunni vegna bilunar í hjólabúnaði, nú síðast í morgun þegar vél með 48 manneskjur innanborðs brotlenti í Litháen.

Þá eru aðeins fjórar vikur síðan Dash 8 vél frá suður-kóresku flugfélagi fór út af brautinni í Busan í Suður-Kóreu. Fyrr á árinu kyrrsetti japanska flugfélagið All Nippon Airways allan Dash 8 flota sinn eftir nauðlendingu. Öll þessi óhöpp eru rakin til bilana í hjólabúnaði vélanna.

Gert er ráð fyrir miklum töfum í kjölfar kyrrsetningarinnar. Aftenposten í Noregi greinir frá því að 1500 manns hafi átt pantað far með Dash 8 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×