Enski boltinn

Reo-Coker fer fram á sölu frá West Ham

NordicPhotos/GettyImages
Fyrirliðinn Nigel Reo-Coker hefur farið fram á að verða seldur frá West Ham að sögn talsmanns leikmannsins. Alan Curbishley knattspyrnustjóri er sagður hafa tilkynnt miðjumanninum að hann muni hlusta á kauptilboð yfir 8 milljónum punda. Coker gekk í raðir West Ham frá Wimbledon árið 2004 en átti mjög erfitt uppdráttar hjá Hömrunum í vetur. Talið er að Tottenham, Arsenal, Aston Villa og Newcastle séu öll tilbúin að bjóða í U-21 árs landsliðsmanninn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×