Erlent

Páfi talaði gegn eigingirni og fyrir umhverfinu í messu sinni

Benedkit páfi sextándi við jólamessu í St. Péturskirkjunni í Vatíkaninu á miðnætti.
Benedkit páfi sextándi við jólamessu í St. Péturskirkjunni í Vatíkaninu á miðnætti.

Kristnir menn um allan heim halda jólin hátíðleg í dag. Michel Sabah erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem sagði í guðsþjónustu í Betlehem að landið helga gæti ekki verið lífsins land fyrir suma en land dauða, útskúfunar, hernáms og fangelsunar fyrir aðra.

Benedikt páfi sextándi talaði gegn eigingirni og hvatti til umhyggju fyrir umhverfinu í miðnæturmessu í Péturskirkjunni í Róm. Hann sagði að maðurinn væri svo upptekinn af sjálfum sér - þyrfti svo mikið á öllu umhverfi sínu að halda fyrir sjálfan sig - að ekkert væri eftir fyrir aðra, náungann, hina fátæku eða fyrir guð.

Á Filippseyjum lögðu bæði stjórarherinn og vinstrisinnaðir skæruliðar niður vopn í einn dag, eins og þeir gera ætíð um hátíðirnar. Í hinum indverska hluta Kasmírhéraðs mátti sjá bæði múslima og kristna menn við guðsþjónustu, þar sem beðið var fyrir friði.

Kristnir menn í Bangladess báðu fyrir hinum rúmlega þrjú þúsund mönnum sem létu lífið í flóðum í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×