Ásthildur Helgadóttir leggur skóna á hilluna 3. desember 2007 16:05 Ásthildur Helgadóttir er ein besta knattspyrnukona Íslands fyrr og síðar MYND/Pjetur Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir, ein besta knattspyrnukona Íslendingar hafa átt, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ásthildur hefur átt við þrálát meiðsli að stríða og ákvað að taka ekki tilboði sænska félagsins Malmö um að framlengja samning sinn þar ytra. Að baki liggur farsæll ferill með félagsliðum hér heima og erlendis, sem og íslenska landsliðinu. Hún staðfesti þessi tíðindi í samtali við Vísi í dag. "Ég reif liðþófa í maí en hélt áfram að spila af því gekk svo vel og harkaði af mér í gegn um leikina með landsliðinu. Eftir það fór ég í speglun og hef eiginlega ekkert lagast síðan. Sú ákvörðun var svo tekin í samráði við lækna að skynsamlegast væri að hætta," sagði Ásthildur, sem er 31 árs gömul. Hættir sátt Hún segist sátt við þá ákvörðun því hún geti ekki kvartað yfir því sem hún hafi áorkað á ferlinum. "Ég er nú að vonast til þess að geta aðeins leikið mér í fótbolta í framtíðinni, farið á skíði og í golf og svona. Ég er með þessu að útiloka að ég spili hérna heima næsta sumar eða í framtíðinni." "Þeir hjá Malmö vildu semja við mig áfram þó hnéð á mér væri svona og ég hefði geta stillt eitthvað af hvað ég hefði æft og spilað mikið, en ég vil vera í þessu 100% ef ég á að vera það á annað borð. Ég held að sé betra að hætta alveg en að vera kannski að æfa minna og spila minna. Ég er mjög sátt við ferilinn minn og sé ekki ástæðu til að vera rembast meira við þetta úr því að hnéð er svona," sagði Ásthildur. Hún er þó ekki búin að segja skilið við fótboltann. "Auðvitað verð ég á einhvern hátt í þessu áfram þó ég sé ekki að spila. Það kemur örugglega til greina að fara út í þjálfun eða eitthvað í framtíðinni því við sem erum búin að vera í þessu svona lengi verðum auðvitað að miðla okkar reynslu áfram," sagði Ásthildur. Hún mun starfa sem útsendari Malmö hér á Íslandi á næstunni og hafa auga með efnilegum leikmönnum fyrir hönd sænska félagsins. Glæsilegur ferill að baki Ásthildur lítur sátt yfir farinn veg í boltanum. "Ég hef verið ótrúlega heppin með þjálfara og meðspilara á mínum ferli og hann er orðinn svo langur að maður man þetta ekki alveg allt," sagði hún hlæjandi. "Það var mér mjög minnistætt þegar ég byrjaði með landsliðinu árið 1994 og skoraði fjögur mörk á móti Grikkjum. Það var mjög gaman að koma inn í landsliðið þá. Svo var ég valin í úrvalsliðið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í mjög sterkri deild og það er búið að vera rosalega gaman að spila í Svíþjóð. Það er búinn að vera mikill heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins allan þennan tíma. Hérna heima var kannski fyrsti meistaratitillinn með KR mjög eftirminnilegur af því hann markaði upphafið á góðu tímabili í sögu félagsins," sagði Ásthildur.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki