Erlent

Varar við vaxandi fordómum í garð múslima í Evrópu

Louise Arbour, yfirmaður mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Louise Arbour, yfirmaður mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna. MYND/AFP

Yfirmaður mannréttindarnefndar Sameinuðu þjóðanna, Louise Arbour, varar við vaxandi fordómum í garð múslima í Evrópu og telur mikilvægt að ríkisstjórnir í álfunni taki strax á vandanum. Ný skýrsla, sem kynnt var í síðustu viku, þykir benda til þess að umburðarlyndi meðal Evrópubúa gagnvart múslimum fari minnkandi.

Í niðurstöðu skýrslunnar sem Louise styðst við kemur fram að umburðarlyndi gagnvart múslimum fer minnkandi í Evrópu. Er meðal annars bent á að margir Evrópubúar leggi hryðjuverkamenn og múslima að jöfnu.

Ekki hafa allir viljað fallast á niðurstöður skýrslunnar og vilja sumir meina að hún sé í meginatriðum röng. Roy Brown, fyrrum forseti Alþjóðafélags húmanista og minnihlutahópa, telur þvert á móti að lítilla fordóma gæti meðal Evrópubúa gagnvart múslimum. Hann bendir þó að þeir fordómar sem séu til staðar í álfunni komi fyrst og fremst til vegna fordóma múslimskra bókstafstrúarmanna í garð vestrænnar menningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×