Rannsóknarmenn í Tælandi hafa fundið flug- og hljóðrita farþegaflugvélarinnar sem fórst í Phuket í Tælandi í gær. Alls fórust 89 menn í slysinu, 34 Tælendingar og 55 útlendingar, en 41 komst lífs af.
Búist er við að flugslysið vekji spurningar um öryggismál lággjaldaflugfélaga sem hafa skotið upp kollinum í Asíu á undanförnum árum.