Erlent

Sakaður um að hafa lekið upplýsingum til andstæðingsins

Einn lykilmanna danska jafnaðarmannaflokksins er sakaður um að hafa lekið upplýsingum til höfuðandstæðingsins, stjórnarflokksins Venstre, fyrir þingkosningarnar í Danmörku árið 2005. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku.

Extrablaðið skrifar að Henrik Sass Larsen, einn af lykilmönnum danska jafnaðarmannaflokksins, hafi lekið leynilegum upplýsingum til stjórnarflokksins Venstre. Þetta hafi hann gert til að grafa undan þáverandi formanni eigins flokks, Mogens Lykketoft, sem var forsætisráðherraefni jafnaðarmanna í þingkosningunum í febrúar 2005.

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra og formaður Venstre, segist ekki vita neitt til málsins. En einn talsmanna flokksins segir það hafa verið á allra vitorði að upplýsingarnar hafi borist Jens Rhode, þáverandi aðaltalsmanni Venstre. Extrablaðið hefur eftir Jens Rhode að hann neiti ekki sannleikanum. Vegna þeirra ummæla hefur hann verið settur af tímabundið sem framkvæmdastjóri útvarpsstöðvarinnar TV2 Radio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×