Erlent

Herforingjar í Argentínu dæmdir

Frá Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.
Frá Buenos Aires, höfuðborg Argentínu.

Dómstóll í Argentínu hefur dæmt átta fyrrverandi yfirmenn hersins í 20 til 25 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að skítuga stríðinu svokallaða, sem geisaði í landinu á árunum 1976 - 1983 þegar herforingjar voru við völd.

Á meðal þeirra dæmdu er Cristino Nicolaides, yfirmaður hersins á þeim tíma. Hann er háttsettasti maðurinn sem dreginn hefur verið fyrir rétt fyrir ódæðin sem framin voru en talið er að þrjátíu þúsund manns hafi verið myrt á tímum ógnarstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×