Enski boltinn

Barton í læknisskoðun hjá Newcastle

AFP ImageForum

Joey Barton sást í dag með Sam Allardyce, stjóra Newcastle, og er hann talinn vera að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu. Þetta þýðir að allt bendi til að Barton muni velja Newcastle fram yfir West Ham.

Bæði West Ham og Newcastle hafa boðið 5.5 milljónir í leikmanninn og miklar getgátur hafa verið um hvert hann færi í sumar. Þó er talið hugsanlegt að Barton muni einnig fara til London og ræða við Alan Curbishley, stjóra West Ham.

West Ham er einnig við það að fá Scott Parker til liðs við sig, en liðið hefur náð samkomulagi við Newcastle um verð á leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×