Erlent

Viðræðum á Balí haldið áfram í nótt

Hlé hefur verið gert á viðræðum á loftlagsráðstefnunni á Balí en þáttakendur segjast vongóðir að sáttatillaga verði samþykkt í næstu lotu í nótt. Enn er rifist um hvort iðnvæddar þjóðir eigi að setja sér tiltekin markmið í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og Evrópulönd og fleiri vilja. Bandaríkjamenn, Kanada og Japan hafa lagst gegn þeirri hugmynd.

Líkur eru taldar á því að sáttatillagan feli í sér að ekki verði miðað við ákveðnar prósentur í sjálfum samningnum heldur verði þeirra aðeins getið neðanmáls. Á þetta virðast flestir getað fallis en búist er við því að umhverfisverndarsinnar túlki niðurstöðuna sem mikil vonbrigði.

Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki Moon, er væntanlegur til Balí á morgun og er búist við því að hann tilkynni annaðhvort um að samkomulag hafi náðst eða þá að hann taki þátt í að höggva á hnútinn sem virðist enn vera til staðar.

Viðræðum verður haldið áfram á miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×