Erlent

Serbar taka illa í hugmynd ESB

Boris Tadic, forseti Serbíu.
Boris Tadic, forseti Serbíu.

Serbar myndu aldrei fallast á sjálfstætt Kosovo í skiptum fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði utanríkisráðherra landsins, Vuk Jeremic í dag. Reuters hefur greint frá því að á fundi Evrópusambandsríkja sem nú stendur yfir í Brussel í dag hafi verið samþykkt tillaga þess efnis að flýta fyrir inngöngu Serbíu í ESB fallist landið á að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði.

Forseti Serbíu lét einnig hafa eftir sér í blaðaviðtali í dag að Serbar myndu aldrei fallast á sjálfstæði Kosovo og í sama viðtali benti hann á að mörg ríki Evrópu væru sama sinnis. Kýpur hefur lýst því yfir að sjálfstæði héraðsins komi ekki til greina enda myndi það auka líkurnar á því að Kýpur-Tyrkir lýsi yfir sjálfstæði. Grikkir, Slóvakar, Spánverjar og Rúmenar hafa einnig lýst efasemdum um hugmyndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×