Erlent

Pútín reiðubúinn í forsætisráðherrastólinn

Pútín og Medvedev hafa unnið saman í 17 ár.
Pútín og Medvedev hafa unnið saman í 17 ár. MYND/AP

Valdímír Pútín Rússlandsforseti sagðist í dag myndu setjast í stól forsætisráðherra ef náinn samstarfsmaður hans, Dmitrí Medvedev, fyrsti varaforsætisráðherra landsins, yrði kjörinn forseti í kosningum í mars á næsta ári.

Medvedev hlaut í dag rússneska kosningu á flokksþingi Sameinaðs Rússlands og verður því frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum. Pútín hafði í síðustu viku lýst yfir stuðningi við Medvedev og er fastlega er búist við því að hann nái kjöri enda hefur Sameiða Rússland töglin og hagldirnar í rússneskum stjórnmálum.

„Ef rússneska þjóðin velur Dmitrí Medvedev sem forseta er ég reiðubúinn til að fara fyrir ríkisstjórninni," sagði Pútín á flokksþinginu og hlóð lofi á Medvedev. Hið sama gerði Medvedev í ræðu sinni og sagðist myndu hafa verk Pútíns að leiðarljósi í embætti forseta.

Stjórnmálaskýrendur telja að með þessum ráðahag haldi Pútín áfram miklum völdum í landinu þrátt fyrir að hverfa úr stóli forseta, en þar má hann aðeins sitja tvö kjörtímabil í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×