Erlent

Sex afgönsk skólabörn féllu í sjálfsvígsárás

Herskáir talibanar vilja koma fjölþjóðlegu herliði frá landinu og steypa stjórninni.
Herskáir talibanar vilja koma fjölþjóðlegu herliði frá landinu og steypa stjórninni. MYND/AFP

Sex skólabörn týndu lífi og níu særðust, þar af þrír ítalskir starfsmenn mannúðarsamtaka, í sjálfsvígssprengjuárás í úthverfi Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í morgun. Börnin voru að ganga út úr skólabyggingu nærri brú sem Ítölsku hjálparstarfsmennirnir aðstoðuðu við byggingu á. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp rétt við brúnna.

Talíbanar hafa orðið minnst 200 almennum borgurum í Afganistan að bana í rúmlega 140 sjálfsvígsárásum þar sem af er þessu ári. Markmið þeirra er að hrekja fjölþjóðlegt herlið úr landinu og koma ríkisstjórn landsins frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×