Enski boltinn

United að kaupa Nani og Anderson

Vængmaðurinn Nani er á leið til Manchester United og hefur verið líkt við landa sinn Cristiano Ronaldo
Vængmaðurinn Nani er á leið til Manchester United og hefur verið líkt við landa sinn Cristiano Ronaldo AFP

Manchester United á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum sínum á tveimur ungum leikmönnum sem spilað hafa í Portúgal. Þetta eru 19 ára gamli Brasilíumaðurinn Anderson hjá Porto og hinn tvítugi Nani hjá Sporting Lissabon. Þeir eiga aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu og reiknað er með því að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves semji einnig við United á næstu dögum.

Nani hefur mikið verið líkt við landa sinn Cristiano Ronaldo en Nani spilar á vinstri kanti. Vitað var að Tottenham og fleiri lið höfðu áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir.

Anderson hefur verið líkt við sjálfan Ronaldinho og gegndi hann lykilhlutverki í meistaraliði Porto í vetur. Chelsea og Barcelona eru tvö af félögunum sem höfðu sýnt piltinum áhuga, en United er nú við það að ganga frá samningi við hann. Ekki hefur verið gefið upp kaupverð á leikmönnunum tveimur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×