Enski boltinn

Portsmouth kaupir Muntari fyrir metfé

Muntari er sagður mikill hlaupagikkur með öflugan vinstrifót
Muntari er sagður mikill hlaupagikkur með öflugan vinstrifót NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Sulley Muntari frá Udinese fyrir 7 milljónir punda. Muntari er 22 ára gamall landsliðsmaður Gana og er þetta hæsta upphæð sem félagið hefur greitt fyrir leikmann. Portsmouth hefur lengi verið á höttunum eftir Muntari og er hann þriðji leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir í sumar auk þeirra Hermanns Hreiðarssonar og Sylvain Distin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×