Enski boltinn

Búist við að Parker og Barton færi sig um set á morgun

NordicPhotos/GettyImages

Búist er við að Joey Barton skrifi undir samning hjá Newcastle á morgun en það fer þó eftir því að leikmaður Newcastle, Scott parker, skrifi undir hjá West Ham áður. Joey Barton, sem hefur vakið mikla athygli fyrir hegðun sína spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í vetur.

Barton sem er leikmaður Manchester City var settur í tveggja leikja bann af félaginu í lok tímabilsins fyrir að lemja liðsfélaga sinn á æfingu og er það talin ástæðan fyrir að hann verði seldur í sumar. Newcastle er reiðubúið til að borga 6 milljónir punda fyrir leikmann.

Scott Parker sem hefur leikið 3 landsleiki fyrir England er talinn ætla að skrifa undir samning við West Ham á morgun en kaupverðið á honum er talið vera um 8.5 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×