Erlent

Fölsk síða með danadrottningu á Myspace

Hin vinsæla vefsíða Myspace hýsir falskar heimasíður af norrænu kóngafólki svo sem Margréti Þórhildi Danadrottingu og Jóakim prins.

Einhver óprúttinn náungi hefur sett upp heimasíðuna Margrét Danadrotting önnur á Myspace með myndum af konungsfjölskyldunni og ýmsum upplýsingum um Margréti.

Síðan er vinsæl og þar kemur m.a. fram að Margrét á 105 vini þar á meðal Karl Svíakonung og Viktoríu dóttur hans. Talsmaður dönsku konungsfjölskyldunnar segir að ekki megi misnota Margréti á þennan hátt en brosir er honum er tjáð að Karl Svíakongur sé vinur Margrétar á síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×