Erlent

Ráðgjafi Fred Thompson var dópsali

Philip Martin náinn ráðgjafi og vinur leikarans Fred Thompson eins af frambjóðendum Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs hefur sagt af sér vegna frétta um fíkniefnadóma sem hann hlaut fyrir aldarfjórðungi síðan.

Fréttin hljómar eins og Law and Order þáttur en er samt raunveruleikinn fyrir Fred Thompson. Philip Martin var formaður fjáröflunarnefndar frambjóðendans þar til í gær að hann sagði af sér.

Ástæðan var grein í stórblaðinu Washington Post sem greindi frá því að hann á feril sem fíkniefnasali og fjárhættuspilar á sínum yngri árum. Martin játaði árið 1979 að hafa selt marijúana og árið 1983 játaði hann að hafa selt kókaín. Í báðum til vikum fékk hann skilorðsbundna dóma. Og einnig kemur fram að á sínum efri árum hefur Martin átt í mesta basli við að standa skil á skattgreiðslum sínum.

Afsögn Martin þykir mikið áfall fyrir Thompson. Martin hefur safnað hátt í hálfum milljarði króna fyrir Thompson og leyfir frambjóðandanum iðulega að nota einkaþotu sína. Thompson lýsti því yfir þegar Martin sagði af sér að þrátt fyrir þetta væri Martin góður maður, hann væri vinur sinn og myndi halda áfram að vera það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×