Erlent

Rússnesk geimflaug tengdist Alþjóðlegu geimstöðinni

MYND/AFP

Ómönnuð rússnesk birgðarflutningaflaug tengdist í morgun Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu. Um borð í flauginni er meðal annars vatn, matur, eldsneyti og tækjabúnaður fyrir þriggja manna áhöfn geimstöðvarinnar. Þá voru einnig jólapakkar um borð í flauginni.

Flauginni var skotið upp frá Rússlandi á sunnudaginn og tókst aðgerðin í morgun afar vel að sögn vísindamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×