Enski boltinn

McClaren: Við þurfum á reynslu Beckham að halda

AFP

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga, gaf þá skýringu að enska landsliðið þyrfti á reynsluboltum að halda þegar hann svaraði fyrir val sitt á David Beckham í landsliðið í gær. Hann segir Beckham hafi leikið einstaklega vel frá áramótum.

"Við eigum stóran leik fyrir höndum gegn Eistum og þurfum á sigri að halda. Ég ákvað að velja lið til í það verkefni sem ég vissi að gæti klárað dæmið og þessvegna vel ég David Beckham. Hann kemur með nauðsynlega reynslu inn í hópinn og hann var mjög glaður þegar ég tilkynnti honum að hann væri kominn aftur inn. Hann hefur leikið einstaklega vel fyrir Real Madrid á þessu ári," sagði McClaren en vildi ekkert segja um það hvort Beckham yrði inni í myndinni áfram eftir að hann skipti yfir til LA Galaxy í sumar. John Terry, fyrirliði Chelsea, mun halda fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu þrátt fyrir endurkomu David Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×