Erlent

Skera upp herör gegn glæpagengjum

Fíkniefni sem Bandaríska strandgæslan gerði upptæk á Mexíkóflóa.
Fíkniefni sem Bandaríska strandgæslan gerði upptæk á Mexíkóflóa. MYND/AFP

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Mexíkó hafa ákveðið að leggja um 504 milljarða króna á næstu þremur árum til efla löggæslusveitir í baráttu þeirra gegn mexíkóskum glæpagengjum. Talið er að glæpagengi í Mexíkó beri ábyrgð á stórum hluta þess fíkniefna sem smyglað er inn í Bandaríkin frá Suður Ameríku.

Peningarnir verða meðal annars notaðir til að kaupa tækjabúnað handa mexíkóskum sérsveitum sem hafa það hlutverk að draga úr umferð ólöglegra fíkniefna í gegnum landið. Um er ræða ýmiss konar eftirlitsbúnað og þyrlur. Bandaríkin leggja um 120 milljarða króna í verkefnið en Mexíkó um 384 milljarða.

Sérfræðingar hafa þó bent á að búnaður af þessu tagi dugi einn og sér ekki til að draga úr umsvifum glæpagengjanna. Í stað þess að eltast við einstaka smyglara telja þeir nauðsynlegt að lögregluyfirvöld ráðist á fjárhagshlið glæpagengjanna. Aðeins þannig er, að þeirra mati, hægt að uppræta þau í eitt skipti fyrir öll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×