Erlent

Kennsluflugvél hrapar í Svíþjóð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. MYND/365

Tveir létu lífið þegar lítil kennsluflugvél hrapaði nærri bænum Jönköping í Svíþjóð í dag. Flugvélarinnar hafði verið saknað í nokkurn tíma áður en yfirvöldum var gert viðvart.

Flugvélin fór á loft frá flugvellinum í Tidaholm í Svíþjóð skömmu eftir hádegi í dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki til baka á áætluðum tíma ákvaðu eigendur flugskólans að leita að henni sjálfir. Þegar sú leit bar engan árangur var ákveðið að láta yfirvöld vita.

Björgunarmenn fundu flakið rétt fyrir utan bæinn Jönköping. Flakið bar þess merki að kviknað hafði í flugvélinni þegar hún hrapaði. Flugkennari og nemandi sem voru um borð í vélinni fundust látnir á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×