Erlent

Tveir menn ábyrgir fyrir árásinni á Bhutto

Mikil ringulreið greip um sig þegar sprengjurnar sprungu og margir slösuðust.
Mikil ringulreið greip um sig þegar sprengjurnar sprungu og margir slösuðust. MYND/AFP

Tveir tilræðismenn sprengdu sjálfsmorðssprengjurnar sem beint var gegn Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan þegar hún sneri aftur úr útlegð í síðustu viku. Bhutto slapp ómeidd en að minnsta kosti 136 manns létust í tilræðinu á bílalest hennar í Karachi á fimmtudag.

Í upphafi var talið að einungis einn maður hafi sprengt sjálfsmorðssprengju í tilræðinu, en háttsettur embættismaður sem óskaði nafnleyndar sagði að tvö höfuð hefðu fundist á vettvangi. Enginn hefði vitjað þeirra og það bendi til að mennirnir hafi borið ábyrgð á sprengingunum.

 

Shaukaat Aziz forsætisráðherra Pakistan sagði að skipuleggjendur árásarinnar yrðu sóttir til saka. Hann hafnar beiðnir Bhutto um að sérfræðingar frá Bandaríkjunum og Bretlandi verði fengnir til aðstoðar við rannsókn málsins. Hann segir þarlendar leyniþjónustur hafa rannsakað svipuð mál á árangursríkan hátt.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×