Erlent

Írakar hjálpa Tyrkjum með Kúrda

Tyrkneskir hermenn gæta landamæranna við Írak þar sem Kúrdar herja á þá.
Tyrkneskir hermenn gæta landamæranna við Írak þar sem Kúrdar herja á þá. MYND/AFP

Írak hefur samþykkt að aðstoða Tyrki við að ná tökum á ástandinu gegn kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Íraks. Hoshyar Zebari utanríkisráðherra Íraks sagði í dag að spennan á milli aðilanna yrði leyst með samningaviðræðum og þar yrði engum leyft að skemma fyrir. Zebari sagði þetta eftir fund með Ali Babacan utanríkisráðherra Tyrkja.

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa lýst yfir vilja til að leysa málið á diplómatískan hátt, en eru undir miklum þrýstingi frá almenningi og hernum að beita valdi gegn Kúrdunum.

Mikil spenna hefur ríkt á svæðinu eftir að tyrkenska þingið veiti hernum leyfi til innrásar svo hafa mætti hendur í hári skæruliða eða fella þá - en Kúrdar hafa myrt tugi Tyrkja á síðustu vikum í árásum.

Það er hinn svokallaði Verkamannaflokkur kúrda PKK sem stendur fyrir árásunum á Tyrkland. Hann hefur verið skilgreindur sem hryðjuverkasamtök á Vesturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×