Erlent

ESB stefnir á 'bláa kortið'

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram tillögu um að koma bláum kortum í gagnið fyrir faglærða innflytjendur. Græna kortið í Bandaríkjunum er fyrirmynd bláa kortsins og myndi gefa faglærðum og fjölskyldum þeirra leyfi til að búa og vinna í sambandslöndunum.

Sambandið áætlar að þörf sé á um 20 milljónum faglærðra innflytjenda á svæðinu á næstu 20 árum, sérstaklega er vöntun á verkfræðingum og sérfræðingum í tölvutækni.

Talið er að Bretland, Írland og Danmörk verði ekki þátttakendur í verkefninu.

Fréttaskýrendur segja að markmið með kortunum sé ekki síst að fá færustu einstaklingana til að koma til Evrópu í atvinnuleit, frekar en Bandaríkjanna.

Bláa kortið myndi einnig fela í sér punktakerfi fyrir hæfileika og tungumál. Það er bæði dvalarleyfi og atvinnuleyfi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×