Erlent

Howard tapaði í kappræðum

Þingkosningar fara fram í Ástralíu 29. nóvember. nordicphotos/afp
Þingkosningar fara fram í Ástralíu 29. nóvember. nordicphotos/afp
Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, þótti bíða lægri hlut fyrir stjórnarandstöðuleiðtoganum Kevin Rudd í heitum sjónvarpskappræðum á sunnudaginn sem yfir 2,1 milljón Ástrala, eða tíu prósent þjóðarinnar, fylgdist með.

Meðan á kappræðunum stóð mátti sjá hvernig hópur níutíu óákveðinna kjósenda í myndverinu mat frammistöðu leiðtoganna á línulegu grafi, svo­kölluðum „ormi“. Í heildina voru 65 prósent ánægð með frammistöðu Rudds og aðeins 29,5 prósent ánægð með Howard. Aðrir voru óákveðnir.

- sdg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×