Erlent

Lítil skerðing þorskkvóta

Joe Borg
Joe Borg
Ráðherrar Evrópusambandslandanna ákváðu í gær að skerða þorskkvóta næsta fiskveiðiárs í austanverðu Eystrasalti aðeins um 5 prósent, þótt vísindaráðgjöf hljóðaði upp á að stofninum skyldi algerlega hlíft við veiðum í bili.

Í vestanverðu Eystrasalti verður þorskkvótinn skorinn niður um 28 prósent í stað þess að vera helmingaður eins og sérfræðingar ICES höfðu mælt með.

Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, sagðist sáttur við niðurstöðuna þrátt fyrir að hann hefði lagt til mun meiri skerðingu. - aa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×