Erlent

Létust í yfirgefnum skýjakljúfi

Deutsche Bank-byggingin skemmdist mikið í árásunum á tvíburaturnana.
Deutsche Bank-byggingin skemmdist mikið í árásunum á tvíburaturnana. MYND/AP
Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar eldur kom upp í yfirgefnum skýjakljúfi rétt við Núllpunktinn svokallaða í fjármálahverfi New York-borgar. Verið var að rífa skýjakljúfinn þegar eldurinn kom upp. Byggingin hýsti áður höfuðstöðvar Deutsche Bank, en varð fyrir slíkum skemmdum í árásunum á tvíburaturnana hinn ellefta september 2001 að hún var lýst ónothæf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×