Yfirburðir Valsstúlkna í Kópavogi 26. júní 2007 04:00 Margrét Lára stýrir trylltum dansi Valsstúlkna eftir að hafa komið þeim yfir í fyrri hálfleiknum. fréttablaðið/rósa Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður. Eftir að hafa farið illa með þrjú færi slökuðu Valsstúlkur á klónni og Blikar komust meira inn í leikinn. Valsstúlkur voru alltaf hættulegri og uppskáru veðrskuldað forystuna á 35. mínútu þegar Margrét Lára skoraði fallegt mark með viðstöðulausu skoti. Undir lok hálfleiksins vildu Blikar víti þegar Greta Mjöll Samúelsdóttir féll en hún fékk í staðinn gult spjald við litla kátínu áhorfenda. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en þegar tíu mínútur voru búnar hafði Margrét tvöfaldað forystu Vals með níunda marki sínu í sumar beint úr aukaspyrnu. Glæsilega gert hjá þessum frábæra leikmanni. Kathryn Moss, annar tveggja nýrra Bandarískra stúlkna í liði Blika fékk svo sitt annað gula spjald og skömmu síðar fór Greta Mjöll sömu leið. Nína Ósk Kristinsdóttir skaut í Blikastöngina í millitíðinni. Eftir þetta fjaraði undan leiknum og skemmtanagildið minnkaði til muna. Valsstúlkur voru mikið með boltann og sköpuðu sér nokkur fín færi og uppskáru loksins þriðja markið þegar Vanja Stefanovic skoraði með góðu skoti utan teigs. Nína Ósk Kristinsdóttir rak svo síðasta naglann í kistu Blikastúlkna með marki í uppbótartíma og verðskuldaður sigur Vals staðreynd. Valur er enn efst í deildinni með fullt hús stiga en KR er þeim jafnt að stigum eftir stórsigur á Þór/KA í gær. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, var brosmild í leikslok. „Maður býst aldrei við svona yfirburðum en við erum með gott lið og ef við spilum eins og við gerðum frá fyrstu mínútu hér í dag getum við unnið hvern sem er. Mér fannst við vera betri þegar það var jafnt í liðum en rauðu spjöldin gerðu útslagið. Ég var með nokkrar tæpar og þreyttar eftir landsleiki og ég er mjög ánægð með spilamennskuna,“ sagði Elísabet. Margrét Lára sýndi enn og aftur að hún er yfirburðarmaður í deildinni. Hún átti enn einn stórleikinn og hefur nú skorað níu mörk í fjórum leikjum. „Margrét er leikmaður í heimsklassa, við vitum það alveg. Það vilja allir hafa svona leikmann í liðinu sínu og við þökkum fyrir að hún er í Val. Hún er samt líka með frábæra leikmenn með sér, það má ekki gleyma því,“ sagði Elísabet. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, vandaði dómaranum ekki kveðjurnar eftir leikinn. „Þetta var furðulegasti leikmaður sem ég hef spilað, dómarinn eyðilagði leikinn. Hann spjaldaði bara okkar leikmenn þrátt fyrir eins brot á báða bóga. Ég kenni dómaranum ekki um tapið en mér fannst halla á okkur. Við vorum inni í leiknum í fyrri hálfleik en eftir að tvær voru reknar útaf gátum við lítið gert gegn hálfu A-landsliðinu. Við erum með ungt lið og það er verið að byggja upp. Við höldum ótrauðar áfram þrátt fyrir þetta,“ sagði Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður. Eftir að hafa farið illa með þrjú færi slökuðu Valsstúlkur á klónni og Blikar komust meira inn í leikinn. Valsstúlkur voru alltaf hættulegri og uppskáru veðrskuldað forystuna á 35. mínútu þegar Margrét Lára skoraði fallegt mark með viðstöðulausu skoti. Undir lok hálfleiksins vildu Blikar víti þegar Greta Mjöll Samúelsdóttir féll en hún fékk í staðinn gult spjald við litla kátínu áhorfenda. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en þegar tíu mínútur voru búnar hafði Margrét tvöfaldað forystu Vals með níunda marki sínu í sumar beint úr aukaspyrnu. Glæsilega gert hjá þessum frábæra leikmanni. Kathryn Moss, annar tveggja nýrra Bandarískra stúlkna í liði Blika fékk svo sitt annað gula spjald og skömmu síðar fór Greta Mjöll sömu leið. Nína Ósk Kristinsdóttir skaut í Blikastöngina í millitíðinni. Eftir þetta fjaraði undan leiknum og skemmtanagildið minnkaði til muna. Valsstúlkur voru mikið með boltann og sköpuðu sér nokkur fín færi og uppskáru loksins þriðja markið þegar Vanja Stefanovic skoraði með góðu skoti utan teigs. Nína Ósk Kristinsdóttir rak svo síðasta naglann í kistu Blikastúlkna með marki í uppbótartíma og verðskuldaður sigur Vals staðreynd. Valur er enn efst í deildinni með fullt hús stiga en KR er þeim jafnt að stigum eftir stórsigur á Þór/KA í gær. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, var brosmild í leikslok. „Maður býst aldrei við svona yfirburðum en við erum með gott lið og ef við spilum eins og við gerðum frá fyrstu mínútu hér í dag getum við unnið hvern sem er. Mér fannst við vera betri þegar það var jafnt í liðum en rauðu spjöldin gerðu útslagið. Ég var með nokkrar tæpar og þreyttar eftir landsleiki og ég er mjög ánægð með spilamennskuna,“ sagði Elísabet. Margrét Lára sýndi enn og aftur að hún er yfirburðarmaður í deildinni. Hún átti enn einn stórleikinn og hefur nú skorað níu mörk í fjórum leikjum. „Margrét er leikmaður í heimsklassa, við vitum það alveg. Það vilja allir hafa svona leikmann í liðinu sínu og við þökkum fyrir að hún er í Val. Hún er samt líka með frábæra leikmenn með sér, það má ekki gleyma því,“ sagði Elísabet. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, vandaði dómaranum ekki kveðjurnar eftir leikinn. „Þetta var furðulegasti leikmaður sem ég hef spilað, dómarinn eyðilagði leikinn. Hann spjaldaði bara okkar leikmenn þrátt fyrir eins brot á báða bóga. Ég kenni dómaranum ekki um tapið en mér fannst halla á okkur. Við vorum inni í leiknum í fyrri hálfleik en eftir að tvær voru reknar útaf gátum við lítið gert gegn hálfu A-landsliðinu. Við erum með ungt lið og það er verið að byggja upp. Við höldum ótrauðar áfram þrátt fyrir þetta,“ sagði Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira