Erlent

Khader virðist í oddastöðu í Danmörku

Samkvæmt nýrri útgönguspá sem TV 2 var að birta í Danmörku virðist Naser Khader og flokkur hans Ny Alliance vera í oddastöðu eftir kosningarnar. Þingsætin skiptast nær hnífjafnt á milli hægri og vinstriflokkana samkvæmt TV 2 eða 85 á móti 84.

Khader og hans fólk fær rúmlega 3% atkvæða og sex menn kjörna á þing. Stærsti sigurvegarinn er hinsvegar SF, systurflokkur VG í Danmörku, en hann meir en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu kosningum. SF fær nú rúm 13% atkvæða og 24 menn kjörna en hafði 6% og 11 menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×