Bhutto krefst afsagnar Musharrafs 13. nóvember 2007 08:20 Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Stjórnvöld segja hana nú formlega í stofufangelsi og að hún fari hvergi í að minnsta kosti viku. Fréttastofa Reuters ræddi við Bhutto í síma í morgun og í viðtalinu krafðist hún tafarlausrar afsagnar Pervez Musharrafs forseta. Bhutto hefur áður krafist þess að hann segði af sér sem yfirmaður hersins en þetta er í fyrsta sinn sem hún kallar eftir því að hann hætti sem forseti. Forsetanum hefur verið hótað að landinu verði vikið úr Samveldinu, bandalagi ríkja sem áður tilheyrðu eða tilheyra enn bresku krúnunni, afnemi hann ekki neyðarlög sem nú eru í landinu.Bresku samveldisríkin hóta Pakistan með frávísunUtanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlögin. Að öðrum kosti verði landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í gærkvöld.Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að ráðherrarnir krefjist þess einnig að Musharraf hætti sem yfirmaður pakistanska hersins og sleppi pólitískum föngum sem hnepptir hafa verið í varðhald á síðustu dögum.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sumir ráðherrarnir á fundinum hafi viljað vísa Pakistan strax úr bandalagi samveldisríkjanna en aðrir hafi ekki viljað gera neitt.Niðurstaðan hafi verið sú að gefa Musharraf frest til 22. nóvember að taka stjórnarskrána í gagnið aftur og afnema allar hömlur á starfsemi fjölmiðla.Þess má geta að Pakistan var vísað úr bandalaginu árið 1999 þegar Musharraf hrifsaði völdin í sínar hendur í landinu. Það var hins vegar tekið aftur inn í bandalagið.Bhutto í stofufangelsiÞegar Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir rúmri viku og nam stjórnarskrána úr gildi setti hann Bhutto í stofufangelsi svo hún gæti ekki barist gegn neyðarlögunum. Bandaríkjamenn og vestræn ríki gagnrýndu frelsissviptingu hennar harðlega.Lögreglan kom í veg fyrir að Bhutto gæti heimsótt Iftikhar Mohammad Chaudhry sem rekinn var úr embætti hæstaréttardómar eftir að neyðarlögin voru sett. Hún hefur þrátt fyrir það rætt við ýmsa erlenda stjórnaredrindreka og stuðningsmenn sína til að þrýsta á um að neyðarlögin verði felld úr gildi.Þá hefur hún krafist þess að Musharraf segi af sér sem æðsti yfirmaður hersins.Bhutto boðaði til mikillar mótmælagöngu frá Lahore til Islamabad í dag, verði ekki farið að kröfum hennar.Frelsi fjölmiðla takmarkaðPervez Musharraf takmarkaði frelsi fjölmiðla þegar neyðarlögin voru sett í byrjun mánaðarins. Er fjölmiðlum meðal annars bannað að fjalla á neikvæðan hátt um stjórnvöld. Hafa þeir sem vilja fylgjast með ástandinu þurft að styðjast við erlenda fjölmiðla.Um tíma umkringdi lögreglan skrifstofu fjölmiðils í borginni Lahore þar sem blaðamenn höfðu komið sér fyrir í mótmælaskyni. Þá réðst lögreglan í Peshawar til inngöngu á ritstjórnarskrifstofu þar í borg til að brjóta niður mótmæli blaðamanna.Kosningar fyrir 9. janúar 2008Musharraf ætlar að boða til almennra kosninga fyrir 9. janúar næstkomandi. Musharraf boðaði til blaðamannafundar þar sem þetta var tilkynnt. Hann sagði ennfremur að staðið yrði við ákvörðun um að leysa upp þingið í næstu viku. Sú ákvörðun forsetans, að leysa upp þingið, hefur verið harðlega gagnrýnd.Musharraf vildi ekkert segja til um hvenær neyðarlögunum verði aflétt en sagði að hann stæði fast við áform sín um að sverja forsetaeiðinn sem almennur borgari og láta af stöðu sinni sem æðsti yfirmaður pakistanska hersins.Lögreglan hefur handtekið fjölmarga mótmælendur undanfarið, sjónvarpsstöðvum hefur verið lokað og erlendum fréttamönnum vísað úr landi svo eitthvað sé nefnt. Allt gefur þetta andstæðingum Musarrafs tilefni til gagnrýni og áskana um einræðislega tilburði. Musharraf er undir miklum þrýstingi bæði frá andstæðingum sínum og vestrænum bandamönnum að tryggja lýðræði í landinu. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Stjórnvöld segja hana nú formlega í stofufangelsi og að hún fari hvergi í að minnsta kosti viku. Fréttastofa Reuters ræddi við Bhutto í síma í morgun og í viðtalinu krafðist hún tafarlausrar afsagnar Pervez Musharrafs forseta. Bhutto hefur áður krafist þess að hann segði af sér sem yfirmaður hersins en þetta er í fyrsta sinn sem hún kallar eftir því að hann hætti sem forseti. Forsetanum hefur verið hótað að landinu verði vikið úr Samveldinu, bandalagi ríkja sem áður tilheyrðu eða tilheyra enn bresku krúnunni, afnemi hann ekki neyðarlög sem nú eru í landinu.Bresku samveldisríkin hóta Pakistan með frávísunUtanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlögin. Að öðrum kosti verði landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í gærkvöld.Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að ráðherrarnir krefjist þess einnig að Musharraf hætti sem yfirmaður pakistanska hersins og sleppi pólitískum föngum sem hnepptir hafa verið í varðhald á síðustu dögum.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sumir ráðherrarnir á fundinum hafi viljað vísa Pakistan strax úr bandalagi samveldisríkjanna en aðrir hafi ekki viljað gera neitt.Niðurstaðan hafi verið sú að gefa Musharraf frest til 22. nóvember að taka stjórnarskrána í gagnið aftur og afnema allar hömlur á starfsemi fjölmiðla.Þess má geta að Pakistan var vísað úr bandalaginu árið 1999 þegar Musharraf hrifsaði völdin í sínar hendur í landinu. Það var hins vegar tekið aftur inn í bandalagið.Bhutto í stofufangelsiÞegar Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir rúmri viku og nam stjórnarskrána úr gildi setti hann Bhutto í stofufangelsi svo hún gæti ekki barist gegn neyðarlögunum. Bandaríkjamenn og vestræn ríki gagnrýndu frelsissviptingu hennar harðlega.Lögreglan kom í veg fyrir að Bhutto gæti heimsótt Iftikhar Mohammad Chaudhry sem rekinn var úr embætti hæstaréttardómar eftir að neyðarlögin voru sett. Hún hefur þrátt fyrir það rætt við ýmsa erlenda stjórnaredrindreka og stuðningsmenn sína til að þrýsta á um að neyðarlögin verði felld úr gildi.Þá hefur hún krafist þess að Musharraf segi af sér sem æðsti yfirmaður hersins.Bhutto boðaði til mikillar mótmælagöngu frá Lahore til Islamabad í dag, verði ekki farið að kröfum hennar.Frelsi fjölmiðla takmarkaðPervez Musharraf takmarkaði frelsi fjölmiðla þegar neyðarlögin voru sett í byrjun mánaðarins. Er fjölmiðlum meðal annars bannað að fjalla á neikvæðan hátt um stjórnvöld. Hafa þeir sem vilja fylgjast með ástandinu þurft að styðjast við erlenda fjölmiðla.Um tíma umkringdi lögreglan skrifstofu fjölmiðils í borginni Lahore þar sem blaðamenn höfðu komið sér fyrir í mótmælaskyni. Þá réðst lögreglan í Peshawar til inngöngu á ritstjórnarskrifstofu þar í borg til að brjóta niður mótmæli blaðamanna.Kosningar fyrir 9. janúar 2008Musharraf ætlar að boða til almennra kosninga fyrir 9. janúar næstkomandi. Musharraf boðaði til blaðamannafundar þar sem þetta var tilkynnt. Hann sagði ennfremur að staðið yrði við ákvörðun um að leysa upp þingið í næstu viku. Sú ákvörðun forsetans, að leysa upp þingið, hefur verið harðlega gagnrýnd.Musharraf vildi ekkert segja til um hvenær neyðarlögunum verði aflétt en sagði að hann stæði fast við áform sín um að sverja forsetaeiðinn sem almennur borgari og láta af stöðu sinni sem æðsti yfirmaður pakistanska hersins.Lögreglan hefur handtekið fjölmarga mótmælendur undanfarið, sjónvarpsstöðvum hefur verið lokað og erlendum fréttamönnum vísað úr landi svo eitthvað sé nefnt. Allt gefur þetta andstæðingum Musarrafs tilefni til gagnrýni og áskana um einræðislega tilburði. Musharraf er undir miklum þrýstingi bæði frá andstæðingum sínum og vestrænum bandamönnum að tryggja lýðræði í landinu.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira