Bhutto krefst afsagnar Musharrafs 13. nóvember 2007 08:20 Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Stjórnvöld segja hana nú formlega í stofufangelsi og að hún fari hvergi í að minnsta kosti viku. Fréttastofa Reuters ræddi við Bhutto í síma í morgun og í viðtalinu krafðist hún tafarlausrar afsagnar Pervez Musharrafs forseta. Bhutto hefur áður krafist þess að hann segði af sér sem yfirmaður hersins en þetta er í fyrsta sinn sem hún kallar eftir því að hann hætti sem forseti. Forsetanum hefur verið hótað að landinu verði vikið úr Samveldinu, bandalagi ríkja sem áður tilheyrðu eða tilheyra enn bresku krúnunni, afnemi hann ekki neyðarlög sem nú eru í landinu.Bresku samveldisríkin hóta Pakistan með frávísunUtanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlögin. Að öðrum kosti verði landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í gærkvöld.Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að ráðherrarnir krefjist þess einnig að Musharraf hætti sem yfirmaður pakistanska hersins og sleppi pólitískum föngum sem hnepptir hafa verið í varðhald á síðustu dögum.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sumir ráðherrarnir á fundinum hafi viljað vísa Pakistan strax úr bandalagi samveldisríkjanna en aðrir hafi ekki viljað gera neitt.Niðurstaðan hafi verið sú að gefa Musharraf frest til 22. nóvember að taka stjórnarskrána í gagnið aftur og afnema allar hömlur á starfsemi fjölmiðla.Þess má geta að Pakistan var vísað úr bandalaginu árið 1999 þegar Musharraf hrifsaði völdin í sínar hendur í landinu. Það var hins vegar tekið aftur inn í bandalagið.Bhutto í stofufangelsiÞegar Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir rúmri viku og nam stjórnarskrána úr gildi setti hann Bhutto í stofufangelsi svo hún gæti ekki barist gegn neyðarlögunum. Bandaríkjamenn og vestræn ríki gagnrýndu frelsissviptingu hennar harðlega.Lögreglan kom í veg fyrir að Bhutto gæti heimsótt Iftikhar Mohammad Chaudhry sem rekinn var úr embætti hæstaréttardómar eftir að neyðarlögin voru sett. Hún hefur þrátt fyrir það rætt við ýmsa erlenda stjórnaredrindreka og stuðningsmenn sína til að þrýsta á um að neyðarlögin verði felld úr gildi.Þá hefur hún krafist þess að Musharraf segi af sér sem æðsti yfirmaður hersins.Bhutto boðaði til mikillar mótmælagöngu frá Lahore til Islamabad í dag, verði ekki farið að kröfum hennar.Frelsi fjölmiðla takmarkaðPervez Musharraf takmarkaði frelsi fjölmiðla þegar neyðarlögin voru sett í byrjun mánaðarins. Er fjölmiðlum meðal annars bannað að fjalla á neikvæðan hátt um stjórnvöld. Hafa þeir sem vilja fylgjast með ástandinu þurft að styðjast við erlenda fjölmiðla.Um tíma umkringdi lögreglan skrifstofu fjölmiðils í borginni Lahore þar sem blaðamenn höfðu komið sér fyrir í mótmælaskyni. Þá réðst lögreglan í Peshawar til inngöngu á ritstjórnarskrifstofu þar í borg til að brjóta niður mótmæli blaðamanna.Kosningar fyrir 9. janúar 2008Musharraf ætlar að boða til almennra kosninga fyrir 9. janúar næstkomandi. Musharraf boðaði til blaðamannafundar þar sem þetta var tilkynnt. Hann sagði ennfremur að staðið yrði við ákvörðun um að leysa upp þingið í næstu viku. Sú ákvörðun forsetans, að leysa upp þingið, hefur verið harðlega gagnrýnd.Musharraf vildi ekkert segja til um hvenær neyðarlögunum verði aflétt en sagði að hann stæði fast við áform sín um að sverja forsetaeiðinn sem almennur borgari og láta af stöðu sinni sem æðsti yfirmaður pakistanska hersins.Lögreglan hefur handtekið fjölmarga mótmælendur undanfarið, sjónvarpsstöðvum hefur verið lokað og erlendum fréttamönnum vísað úr landi svo eitthvað sé nefnt. Allt gefur þetta andstæðingum Musarrafs tilefni til gagnrýni og áskana um einræðislega tilburði. Musharraf er undir miklum þrýstingi bæði frá andstæðingum sínum og vestrænum bandamönnum að tryggja lýðræði í landinu. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Stjórnvöld segja hana nú formlega í stofufangelsi og að hún fari hvergi í að minnsta kosti viku. Fréttastofa Reuters ræddi við Bhutto í síma í morgun og í viðtalinu krafðist hún tafarlausrar afsagnar Pervez Musharrafs forseta. Bhutto hefur áður krafist þess að hann segði af sér sem yfirmaður hersins en þetta er í fyrsta sinn sem hún kallar eftir því að hann hætti sem forseti. Forsetanum hefur verið hótað að landinu verði vikið úr Samveldinu, bandalagi ríkja sem áður tilheyrðu eða tilheyra enn bresku krúnunni, afnemi hann ekki neyðarlög sem nú eru í landinu.Bresku samveldisríkin hóta Pakistan með frávísunUtanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlögin. Að öðrum kosti verði landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í gærkvöld.Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að ráðherrarnir krefjist þess einnig að Musharraf hætti sem yfirmaður pakistanska hersins og sleppi pólitískum föngum sem hnepptir hafa verið í varðhald á síðustu dögum.Breska ríkisútvarpið greinir frá því að sumir ráðherrarnir á fundinum hafi viljað vísa Pakistan strax úr bandalagi samveldisríkjanna en aðrir hafi ekki viljað gera neitt.Niðurstaðan hafi verið sú að gefa Musharraf frest til 22. nóvember að taka stjórnarskrána í gagnið aftur og afnema allar hömlur á starfsemi fjölmiðla.Þess má geta að Pakistan var vísað úr bandalaginu árið 1999 þegar Musharraf hrifsaði völdin í sínar hendur í landinu. Það var hins vegar tekið aftur inn í bandalagið.Bhutto í stofufangelsiÞegar Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í landinu fyrir rúmri viku og nam stjórnarskrána úr gildi setti hann Bhutto í stofufangelsi svo hún gæti ekki barist gegn neyðarlögunum. Bandaríkjamenn og vestræn ríki gagnrýndu frelsissviptingu hennar harðlega.Lögreglan kom í veg fyrir að Bhutto gæti heimsótt Iftikhar Mohammad Chaudhry sem rekinn var úr embætti hæstaréttardómar eftir að neyðarlögin voru sett. Hún hefur þrátt fyrir það rætt við ýmsa erlenda stjórnaredrindreka og stuðningsmenn sína til að þrýsta á um að neyðarlögin verði felld úr gildi.Þá hefur hún krafist þess að Musharraf segi af sér sem æðsti yfirmaður hersins.Bhutto boðaði til mikillar mótmælagöngu frá Lahore til Islamabad í dag, verði ekki farið að kröfum hennar.Frelsi fjölmiðla takmarkaðPervez Musharraf takmarkaði frelsi fjölmiðla þegar neyðarlögin voru sett í byrjun mánaðarins. Er fjölmiðlum meðal annars bannað að fjalla á neikvæðan hátt um stjórnvöld. Hafa þeir sem vilja fylgjast með ástandinu þurft að styðjast við erlenda fjölmiðla.Um tíma umkringdi lögreglan skrifstofu fjölmiðils í borginni Lahore þar sem blaðamenn höfðu komið sér fyrir í mótmælaskyni. Þá réðst lögreglan í Peshawar til inngöngu á ritstjórnarskrifstofu þar í borg til að brjóta niður mótmæli blaðamanna.Kosningar fyrir 9. janúar 2008Musharraf ætlar að boða til almennra kosninga fyrir 9. janúar næstkomandi. Musharraf boðaði til blaðamannafundar þar sem þetta var tilkynnt. Hann sagði ennfremur að staðið yrði við ákvörðun um að leysa upp þingið í næstu viku. Sú ákvörðun forsetans, að leysa upp þingið, hefur verið harðlega gagnrýnd.Musharraf vildi ekkert segja til um hvenær neyðarlögunum verði aflétt en sagði að hann stæði fast við áform sín um að sverja forsetaeiðinn sem almennur borgari og láta af stöðu sinni sem æðsti yfirmaður pakistanska hersins.Lögreglan hefur handtekið fjölmarga mótmælendur undanfarið, sjónvarpsstöðvum hefur verið lokað og erlendum fréttamönnum vísað úr landi svo eitthvað sé nefnt. Allt gefur þetta andstæðingum Musarrafs tilefni til gagnrýni og áskana um einræðislega tilburði. Musharraf er undir miklum þrýstingi bæði frá andstæðingum sínum og vestrænum bandamönnum að tryggja lýðræði í landinu.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira