Erlent

VIlja láta rannsaka fljúgandi furðuhluti

Hópur fyrrverandi flugmanna og hermanna hefur skorað á bandarísk yfirvöld að hefja á ný rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Meðlimir hópsins sem koma frá sjö löndum eiga það allir sameiginlegt að segjast hafa séð fljúgandi furðuhlut á lífsleiðinni.

Þeirra á meðal er fyrrverandi ríkisstjóri Arizona. Bandaríski flugherinn rannsakaði þessháttar mál ítarlega á sínum tíma en hætti því undir lok sjöunda áratugarins.

Flugherinn segir hins vegar að ekkert hafi gerst í þessum málum síðustu fjóra áratugina og því ekkert tilefni til þess að hefja rannsóknir á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×