Fjórir menn ákveða laun formanns KSÍ en aðeins sex vita upphæðina 11. janúar 2007 11:30 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og formannsefni KSÍ, og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, eru valdamestu mennirnir í íslenska boltanum. fréttablaðið/e.ól Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Aðeins sex einstaklingar vita hversu há laun formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur hverju sinni og laun formannsins eru ákveðin af framkvæmdastjórn KSÍ en formaður þeirrar stjórnar er formaður KSÍ, Eggert Magnússon. „Þetta tekur ekki langan tíma og Eggert víkur af fundi á meðan við ákveðum launin,“ segir Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, og meðlimur í framkvæmdastjórn KSÍ síðustu átta ár. Laun formannsins eru ákveðin þannig að Eggert Steingrímsson leggur til ákveðna tölu á fundi sem hinir aðilarnir í framkvæmdastjórn KSÍ, að Eggerti Magnússyni undanskildum, verða að samþykkja. Í framkvæmdastjórn KSÍ sitja Eggert Magnússon, sem er formaður, Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ, Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Jón Gunnlaugsson og Lúðvík S. Georgsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, er eini aðilinn fyrir utan þessa fimm sem veit hver laun formanns KSÍ eru að því er Eggert Steingrímsson segir. Stjórn KSÍ veit ekki hver laun formannsins eru, ekki frekar en félögin í landinu. Sú nefnd sem heldur utan um öll fjármál Knattspyrnusambandsins og hefur eftirlit með þeim, að því er Geir Þorsteinsson staðfesti í gær, heitir síðan fjárreiðunefnd. Athygli vekur að tveir meðlimir framkvæmdastjórnarinnar sitja í þeirri nefnd. Formaður fjárreiðunefndar er Eggert Magnússon og með honum sitja Eggert Steingrímsson, Geir Þorsteinsson og Pálmi Jónsson. Með öðrum orðum þá vita aðeins sjö manns hvernig fjármálum sambandsins er nákvæmlega háttað og þessir sömu aðilar virðast einnig hafa eftirlit með fjármálum knattspyrnusambandsins. „Það var ákveðið á ársþingi fyrir um tólf árum að greiða formanni laun og síðan var líka bifreiðakostnaður inn í því. Þá var sett tala inn í fjárhagsáætlun sem hefur tekið eðlilegum breytingum.“ sagði Eggert Steingrímsson, gjaldkeri KSÍ og meðlimur í framkvæmdastjórn sambandsins, við Fréttablaðið í gær en hver er það sem ákveður launin á endanum?Ársskýrslur KSÍ kynntar„Laun formanns eru ákveðin samkvæmt tillögu gjaldkera og þá er mið tekið af launaþróuninni í landinu. Framkvæmdastjórnin tekur síðan ákvörðun og það er framkvæmdastjórnin sem veit hver þessi laun eru sem og framkvæmdastjóri KSÍ.“ Sú breyting hefur orðið á að ekki er lengur getið um laun formanns í ársreikningi KSÍ og launin eru heldur ekki inn í fjárhags-áætlun. „Eru laun ekki trúnaðarmál?“ sagði Eggert en getur framkvæmdastjórn KSÍ þar með sett formann KSÍ á nákvæmlega þau laun sem þeim sýnist án vitundar félaganna? „Ég lít nú þannig á að ég sé ábyrgari í mínum aðgerðum en það. Við gætum það en þá þyrftu fimm eða sex manns að vera mjög óheiðarlegir. Ég legg það ekki í vana minn og ég veit að félagar mínir eru það ekki heldur. Okkur er treyst fyrir þessu.“ Eggert Steingrímsson hefur setið í framkvæmdastjórninni í átta ár en litlar breytingar hafa orðið á stjórninni í gegnum tíðina að því er Eggert segir. Hann staðfesti enn fremur að framkvæmdastjórnin ákveddi einnig laun framkvæmdastjóra sambandsins sem í þessu tilviki er Geir Þorsteinsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira