Erlent

Forsætisráðherra Fiji flýr landið

Qarase, forsætisráðherra Fiji, sem steypt hefur verið af stóli.
Qarase, forsætisráðherra Fiji, sem steypt hefur verið af stóli. MYND/AP

Forsætisráðherrahjónin á Fiji flúðu eyríkið flugleiðis fyrir sólarupprás að þarlendum tíma, - Fiji-eyjar eru 12 tímabeltum á undan Íslandi, að sögn þarlendrar útvarpsstöðvar. Ekki hefur verið gefið upp opinberlega hvort, og þá hvert, hjónin flúðu. Hermenn stjórnarhersins höfðu lokuðu Qarase inni á heimili sínu í gærkvöldi.

Bainimarama hershöfðingi lýsti því yfir í morgun að herinn hefði tekið völdin á eyjunum. Valdaránið hefur farið friðsamlega fram en hermenn voru á öllum fréttastofum landsins í allan dag, til að gæta þess að ekki væru birtar neinar yfirlýsingar frá forsætisráðherranum.

Fjöldi erlendra ríkja hefur fordæmt valdaránið og Bretar hafa lýst því yfir að eyríkið eigi á hættu að vera rekið úr breska samveldinu í þriðja sinn á tæpum 20 árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×