Erlent

Segir orð Royal ekki samræmast kjarnorkusáttmálanum

Ségolène Royal fundaði með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels í dag.
Ségolène Royal fundaði með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels í dag. MYND/AP
Utanríkisráðherra Frakka, Philippe Douste-Blazy gagnrýndi í kvöld Ségolène Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista fyrir að orð sem hún lét falla í Ísrael í dag, þess efnis að ef hún verði forseti muni hún beita sér gegn því að kjarnorkuáætlun Írana fái fram haldið, jafnvel í friðsamlegum tilgangi.

Royal sagði að kjarnorkuáætlun Írana væri mesta ógnin við öryggi Ísraela og heimsins alls. Douste-Blazy, utanríkisráðherra, benti hins vegar á að það samræmdist ekki kjarnorkusáttmála Sameinuðu þjóðanna að efast um rétt nokkurrar þjóðar til að vinna að kjarnorkuáætlun í friðsamlegum tilgangi.

Frakkar styðja hófsamar viðskiptaþvinganir gegn Íran eftir að Íranar neituðu að verða við kröfum Sameinuðu þjóðanna um að hætta við kjarnorkuáætlun sína. Íranar segja kjarnorkuáætlun sína einungis til þess ætlaða að framleiða rafmagn fyrir íranska þegna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×