Erlent

Yuschenko býður þinginu byrginn

Yuschenko er mjög umdeildur, þarna leggur hann blómsveig að minnismerki um fórnarlömb Chernobyl-slyssins.
Yuschenko er mjög umdeildur, þarna leggur hann blómsveig að minnismerki um fórnarlömb Chernobyl-slyssins. MYND/AP
Viktor Yuschenko, forseti Úkraínu, ætlar að bjóða þinginu byrginn, og fyrirskipa að utanríkisráðherra landsins sitji sem fastast eftir að þingið samþykkti vantrauststillögu á hendur honum og innanríkisráðherra Úkraínu í síðustu viku , sem báðir eru hollvinir forsetanum og appelsínugulu byltingunni sem kom honum til valda.

Utanríkisráðherrann hefur lagt hornsteininn að stefnu Yuschenkos forseta um að færa landið nær Vesturlöndum en forsætisráðherrann Yanukovich er hliðhollur Moskvuherrunum í Kreml og hans skoðanabræður sitja nú í nærri öllum ráðherrastólum.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×