Erlent

Geislavirkar skyttur á Emirates Stadium

Leifar geislavirka efnisins pólons 210 fannst á heimavelli breska fótboltaliðsins Arsenal, á Emirates Stadium í Norður-London. Breskir leyniþjónustumenn reyna nú að rekja slóð morðingja rússneska njósnarans Litvinenkos, sem lést af völdum póloneitrunar.

Efnið hefur fundist á nokkrum stöðum en þar sem efnið er aðeins í örlitlu magni hefur það engin áhrif á heilsu fólks, það veldur ekki eitrunaráhrifum nema það komist í nokkru magni inn í meltingarveg, inn um öndunarfæri eða um sár á húð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×