Erlent

Bretar afhenda Alþjóðabankanum 50 milljón pund

Bygging Alþjóðabankans í Washington
MYND/Kolbrún Kristjánsdóttir

Bretar sögðust í dag ætla að greiða Alþjóðabankanum 50 milljón pund, jafnvirði tæplega 6,75 milljarða íslenskra króna, sem Bretar höfðu neitað að greiða bankanum nema stefnu hans gagnvart þróunarlöndum yrði breytt. Bankinn hefur síðan sagst munu breyta stefnu sinni að skilyrða þróunaraðstoð við efnahagsbreytingar í hjálparþurfi landi.

Bretar tilkynntu í september að þeir myndu halda eftir greiðslu til Alþjóðabankans upp á 50 milljón pund. Þróunarmálaráðherra Bretlands sagðist í dag hingað til ekki hafa séð nægilegar framfarir í þá átt sem Bretar hefðu viljað, til að koma til móts við ríkisstjórnir þróunarlandanna. "En nú hef ég fengið þessa skýrslu í hendurnar ... sem sýnir raunverulega framför, og því hef ég ákveðið að greiða þessar 50 milljónir punda," sagði Hilary Benn, þróunarmálaráðherra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×