Erlent

Serbinn Seselj í lífshættu vegna mótmælasveltis

Serbneskar konur halda á mynd af Seselj á hópfundi til stuðnings honum.
Serbneskar konur halda á mynd af Seselj á hópfundi til stuðnings honum. MYND/AP
Serbíumenn báðu stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í dag að senda serbneska öfgaþjóðernissinnann Vojislav Seselj á sjúkrahús í Belgrad. Heilsu hans hefur hrakað gríðarlega út af mótmælasvelti. Seselj hefur verið vistaður í Haag síðan hann gaf sig fram árið 2003 en réttarhöldum yfir honum var frestað um óákveðinn tíma á föstudaginn.

Hann gaf sig fram árið 2003 og hefur ítrekað truflað undirbúning réttarhalda og síðan réttarhöldin sjálf, með framíköllum og ólátum. Hann hefur meðal annars kallað dómara og lögfræðinga sem honum hafa verið skipaðir "njósnara" og "leikara sem þykjast vera lögmenn".

Seselj hefur neitað að borða og taka lyf í 25 daga en hefur þegið vatnssopa. Serbneskir, franskir og rússneskir læknar skoðuðu hann í dag og sögðu í framhaldinu að ástand Seseljs sé farið að ógna lífi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×