Jafntefli hjá Víking og ÍA og allir skildu sáttir 24. september 2006 11:30 Stuð í búningsklefanum. Víkingar réðu sért vart af kæti eftir að hafa tryggt sér áframhaldandi veru í Landsbankadeild að ári. Kampavínið flæddi í búningsklefanum eftir leikinn og leikmenn dönsuðu og hoppuðu. Á litlu myndinni sést Viktor Bjarki Arnarsson þakka áhorfendum fyrir stuðninginn í sumar. Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni í gær og komu úrslitin fáum á óvart. Jafntefli hagnaðist báðum vel og jafnvel þótt að Grindavík hefði unnið sinn leik hefðu bæði Víkingur og ÍA haldið sætum sínum í deildinni. Bjarki Gunnlaugsson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Rodney Perry jafnaði metin í þeim síðari. Leikurinn var ekki flókinn. Skagamenn voru mun betri í fyrri hálfleik og heimamenn voru með talsverða yfirburði í þeim síðari. Bæði liðin uppskáru eitt mark og síðasta stundarfjórðunginn virtust leikmenn ánægðir með stöðu mála og sóttu hreint ekkert að marki andstæðingsins. Það var í raun fremur kómísk sjón. "Það var rosaleg spenna í okkar mönnum fyrir leik og í hálfleik," sagði Magnús Gylfason þjálfari Víkins. "Ég skrifa frammistöðuna í fyrri hálfleik á það. Það sást að reynslan var öll hinum megin á vellinum en sem betur fer komum við mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og skoruðum mark. Við hefðum átt að skora fleiri," sagði Magnús en Arnar Jón Sigurgeirsson skoraði reyndar mark snemma í síðari háfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu. xxxx xxxx xxxx "Ég er mjög stoltur af mínu liði í dag og er ánægður með sumarið. Við áttum hræðilegan leik í Hafnarfirði um síðustu helgi en ef maður lítur á hina sextán leikina erum við bara óheppnir að vera ekki komnir ofar," bætti Magnús við. Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki fengu um mitt sumar það hlutverk að bjarga liðinu frá falli eftir skelfilega byrjun á mótinu undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. "Þetta var mjög spennandi," sagði Arnar. "Þetta hefur reynt mikið á taugarnar síðustu mánuði en við sýndum mikinn karakter og ég held að strákarnir hafi orðið sterkari fyrir vikið. En við höfum verið klaufar í allt sumar og kastað frá okkur mörgum leikjum. Við erum með sterkt lið en það vinnur ekkert lið á pappírnum en slæm byrjun í vor fór alveg með okkur." Fyrirliði Víkinga, Höskuldur Eiríksson, var vitanlega hæstánægður með árangurinn. "Ég held að þetta sé í fyrsta sinn síðan 1991 sem Víkingur nær að halda sæti sínu í efstu deild. Þessi úrslit í dag og staðan í deildinni gerir það að verkum að tímabilið var frábært hjá okkur því við komumst einnig í undanúrslit í bikarnum. Þó að þetta hafi endað í smá stressi hjá okkur vorum við lengi vel í sumar í baráttunni um 2. sæti. Tímabilið hefur verið fyrst og fremst skemmtilegt og erum við allir í skýjunum í dag." Höskuldur segist sérstaklega ánægður með árangurinn í ljósi þess hversu ungt Víkingsliðið er. "Enginn leikmaður er eldri en 28 ára og vonandi náum við nú að festa okkur í sessi sem úrvalsdeildarlið. Það getur verið erfitt að ná í leikmenn og með því að halda sæti okkar gerum við liðið okkar að mun fýsilegri kosti." Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Víkingur og ÍA skildu jöfn í Víkinni í gær og komu úrslitin fáum á óvart. Jafntefli hagnaðist báðum vel og jafnvel þótt að Grindavík hefði unnið sinn leik hefðu bæði Víkingur og ÍA haldið sætum sínum í deildinni. Bjarki Gunnlaugsson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Rodney Perry jafnaði metin í þeim síðari. Leikurinn var ekki flókinn. Skagamenn voru mun betri í fyrri hálfleik og heimamenn voru með talsverða yfirburði í þeim síðari. Bæði liðin uppskáru eitt mark og síðasta stundarfjórðunginn virtust leikmenn ánægðir með stöðu mála og sóttu hreint ekkert að marki andstæðingsins. Það var í raun fremur kómísk sjón. "Það var rosaleg spenna í okkar mönnum fyrir leik og í hálfleik," sagði Magnús Gylfason þjálfari Víkins. "Ég skrifa frammistöðuna í fyrri hálfleik á það. Það sást að reynslan var öll hinum megin á vellinum en sem betur fer komum við mun grimmari til leiks í síðari hálfleik og skoruðum mark. Við hefðum átt að skora fleiri," sagði Magnús en Arnar Jón Sigurgeirsson skoraði reyndar mark snemma í síðari háfleik sem var dæmt af vegna rangstöðu. xxxx xxxx xxxx "Ég er mjög stoltur af mínu liði í dag og er ánægður með sumarið. Við áttum hræðilegan leik í Hafnarfirði um síðustu helgi en ef maður lítur á hina sextán leikina erum við bara óheppnir að vera ekki komnir ofar," bætti Magnús við. Arnar Gunnlaugsson og bróðir hans Bjarki fengu um mitt sumar það hlutverk að bjarga liðinu frá falli eftir skelfilega byrjun á mótinu undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. "Þetta var mjög spennandi," sagði Arnar. "Þetta hefur reynt mikið á taugarnar síðustu mánuði en við sýndum mikinn karakter og ég held að strákarnir hafi orðið sterkari fyrir vikið. En við höfum verið klaufar í allt sumar og kastað frá okkur mörgum leikjum. Við erum með sterkt lið en það vinnur ekkert lið á pappírnum en slæm byrjun í vor fór alveg með okkur." Fyrirliði Víkinga, Höskuldur Eiríksson, var vitanlega hæstánægður með árangurinn. "Ég held að þetta sé í fyrsta sinn síðan 1991 sem Víkingur nær að halda sæti sínu í efstu deild. Þessi úrslit í dag og staðan í deildinni gerir það að verkum að tímabilið var frábært hjá okkur því við komumst einnig í undanúrslit í bikarnum. Þó að þetta hafi endað í smá stressi hjá okkur vorum við lengi vel í sumar í baráttunni um 2. sæti. Tímabilið hefur verið fyrst og fremst skemmtilegt og erum við allir í skýjunum í dag." Höskuldur segist sérstaklega ánægður með árangurinn í ljósi þess hversu ungt Víkingsliðið er. "Enginn leikmaður er eldri en 28 ára og vonandi náum við nú að festa okkur í sessi sem úrvalsdeildarlið. Það getur verið erfitt að ná í leikmenn og með því að halda sæti okkar gerum við liðið okkar að mun fýsilegri kosti."
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira