Erlent

Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga

Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. Ástralir hafa verið í fararbroddi þeirri ríkja sem barist hafa harðast gegn atvinnuveiðum á hval og segir Campell að ákvörðun Íslendinga hljóti að vekja efasemdir um heilindi landsins í umhverfismálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×