Erlent

Lögregla í Suffolk finnur tvö lík til viðbótar

Lögreglan í Suffolk á Englandi hefur fundið tvö lík til viðbótar nærri Ipswich og óttast er að þau séu af tveimur vændiskonum sem saknað hefur verið undanfarna daga. Ef rétt reynist hafa fimm vændiskonur verið myrtar nærri Ipswich á skömmum tíma. Líkin tvö sem fundust í dag voru nærri bænum Levington, ekki langt frá þeim stað þar sem líkið af þriðju vændiskonunni, Annelli Anderton, fannst á sunnudag. Yfirmaður rannsóknarinnar í Suffolk segir lögreglu hafa fengið símtal frá ótilgreindri manneskju um líkin tvö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×