Erlent

Klinsmann mun ekki þjálfa Bandaríkjamenn

Klinsmann hvetur lið sitt áfram í heimsmeistarakeppninni í fótbolta í sumar. Þjóðverjar komust í undanúrslit.
Klinsmann hvetur lið sitt áfram í heimsmeistarakeppninni í fótbolta í sumar. Þjóðverjar komust í undanúrslit. MYND/AP

Jürgen Klinsmann dró sig út úr viðræðum um framtíð hans sem landsliðsþjálfari Bandaríkjamanna í fótbolta í dag. Ágreiningur um völd og peninga höfðu hamlað viðræðunum sem höfðu staðið yfir í nokkra mánuði, en svo virtist sem eitthvað væri að draga saman með Klinsmann og fótboltayfirvöldum vestra i vikunni.

Opinberrar yfirlýsingar frá bandaríska fótboltasambandinu er að vænta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×