Erlent

Samband milli malaríu og alnæmis

Moskítóflugan ber malaríuveiruna á milli manna.
Moskítóflugan ber malaríuveiruna á milli manna. MYND/Getty
Vísindamenn telja að tengsl séu á milli útbreiðslu malaríu og alnæmisveirunnar í Afríku. Í niðurstöðum þeirra sem birtast í nýjasta tímariti vísindatímaritsins Science kemur í ljós að þeir sem sýktir eru af malaríu séu mun líklegri til að sýkja bólfélaga sinn af HIV-veirunni við kynmök.

Malaría eykur magn HIV veirunnar í blóði þeirra sem sýktir eru af báðum sjúkdómunum og eftir því meira er af veirunni í blóðinu, þeim mun líklegra er að HIV-veiran smitist með blóðinu. Sjúkdómarnir eru sérstaklega algengir saman í Afríku sunnan Sahara og áætla vísindamennirnir að samgangur sjúkdómanna og aukin smittíðni því tengd hafi orðið til þess að sýkja hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir manna sem ella hefðu sloppið við smit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×