Erlent

Dýrt spaug að kasta tertu í ráðherra

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs.
Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs. MYND/Teitur

Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Osló í dag fyrir að kasta rjómatertu í Kristinu Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, í október í fyrra þar sem hún var að ganga inn í ráðuneyti sitt. Halvorsen náði að snúa sér þannig að kakan lenti á hnakkanum á henni. Maðurinn, John Waagaard, sagði um saklaust grín að ræða en því var ákæruvaldið ekki sammála og ákærði hann fyrir að hindra ráðherrann í starfi. Undir það tók dómari og var Waagard því dæmdur í eins mánaðar fangelsi. Það fylgir sögunni að hinn ákærði sleppur við að borgar sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×