Erlent

Demókrötum spáð sigri í 3 af 7 lykilríkjum

Kjósendur í Rhode Island í dag
Kjósendur í Rhode Island í dag MYND/AP

Baráttan um meirihlutann í Öldungadeildinni er geysispennandi. Demókrötum er nú spáð sigri í þremur af lykilríkjunum sjö í þessum slag, Ohio, Pennsylvaníu og New Jersey, að sögn sjónvarpsstöðvanna CBS og CNN. Demókratar þurfa því aðeins að vinna þrjú þeirra til viðbótar til að ná meirihlutanum og síðan 14 þingsæti til að ná meirihluta í fulltrúadeild þingsins.

Í Ohio sigrar Sherrod Brown, og fellir sitjandi repúblíkana, Mike DeWine. Í New Jersey vinnur sitjandi þingmaður, demókratinn Bob Menendez repúblíkannann Thomas Kean Jr. Þetta var það sæti sem Repúblíkanar voru taldir eiga mesta möguleika á að vinna. Og í Pennsylvaníu er reiknað með sigri Robert Casey gegn Rick Santorum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×