Spennandi kosningar í dag 7. nóvember 2006 12:42 Bræðurnir George og Jeb Bush á hvatningarfundi repúblíkana í Flórída í gær Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst. Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Spennandi kosningavaka er framundan í Bandaríkjunum. Demókratar eru taldir eiga möguleika á að ná völdum í báðum deildum þingsins. Allra augu munu beinast að níu lykilsætum í öldungadeildinni en til að ná meirihluta verða demókratar að vinna átta þeirra. Varla er hægt að tala um marktækan mun á milli frambjóðenda í skoðanakönnunum. Bush og Írak Talið er að margir kjósendur muni í dag líta framhjá einstökum frambjóðendum og láta atkvæði sitt ráðast af afstöðunni til Bush og stríðsins í Írak. Valdið er í dag hjá fólkinu sem allar skoðanakannanir sýna að vilja breytingar. Óánægja með störf þingsins hefur aldrei verið meiri og traust til forsetans í lágmarki. Nú reynir á þessa óánægju og kemur í ljós hvort hún dugar til að verða yfirsterkari ríkri flokkshollustu repúblikana. Lofa samvinnu Eftir sex ára tímabil skarpra flokkslína er nú komið í tísku hjá stjórnmálamönnum að tala um þverpólitíska samvinnu. Repúblikanar eru meira að segja í auglýsingum farnir að stæra sig af góðu samstarfi við demókrata eins og Hillary Clinton til að sýna að þegar mikilvæg mál krefjast þess þá líti þeir framhjá flokkslitum. Báðir flokkar hafa brugðist við gagnrýni með því að tefla fram nýjum frambjóðendum með skoðanir sem teljast nær miðju á hinum pólitíska mælikvarða. Íhaldssamir demókratarÞetta eru frambjóðendur eins og Jon Tester í Montana. Tester er sagður líta út eins og Montana en hann er bóndi, stór og mikill vexti, sem styður rétt einstaklinga til að eiga byssu og vill harðari stefnu í málefnum innflytjenda. Harold Ford frá Tennessee er annað dæmi en hann hefur í kosningabaráttunni ítrekað bent á trúrækni sína og talað um andstöðu við hjónabönd samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir eru báðir demókratar sem segjast ekki í neinum vandræðum með að samræma þessar skoðanir við grundvallarstefnu flokksins. Frjálslyndir repúblikanarRepúblikanar hafa á móti frambjóðendur eins og Michael Steele í demókratafylkinu Maryland. Hann hefur áhuga á að bæta opinbera heilbrigðisþjónustu, er mikill stuðningsmaður almannatrygginga og yfirlýstur umhverfisverndarsinni. Þessir þrír frambjóðendur eru nú óvænt taldir eiga raunhæfan möguleika á sæti í öldungadeildinni. Enn fleiri dæmi eru um miðjumenn meðal frambjóðenda til fulltrúadeildarinnar. 15 og 6 eru lykiltölurnarLykiltölurnar í kvöld eru 15 sæti í fulltrúadeildinni sem demókratar þurfa til að ná meirihluta og 6 sæti í öldungadeildinni. Sjálfsstæðir stjórnmálaskýrendur spá því að demókratar nái að bæta við sig 20 til 36 sætum í fulltrúadeildinni en 4 til 7 í öldungadeildinni. Stóru fjölmiðlarnir telja demókrata örugga með á bilinu 11 til 13 ný sæti en segja óvissu ríkja um nálægt tuttugu. Fylgi repúblikana er heldur að aukast samkvæmt skoðanakönnunum sem birtust í gær. Það er hins vegar skammgóður vermir því ef tekið er meðaltal úr sjö síðustu könnunum sem framkvæmdar voru á landsvísu nemur forskot demókrata tólf prósentustigum. Má búast við úrslitum snemmaForskot gagnast engum nema atkvæðin skili sér í kassann og í dag mun reyna á skipulag sjálfboðaliðahreyfinga flokkanna. Ef engin alvarleg vandræði verða í tengslum við framkvæmd kosninganna, og það er stórt vafaatriði, má búast við að línur verði ljósar nokkuð snemma. Mesta spennan er í fylkjum á austurstrandatíma þar sem kjörstaðir loka fyrst.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira